Náttúrulega 1
40 Náttúrulega 1 │ 2. kafli BLÓÐRÁSARKERFIÐ Blóðrásin er flutningskerfi líkamans þar sem hjarta, æðar og blóð vinna saman. Hlutverk blóðrásarinnar er meðal annars að flytja súrefni frá lungum og næringu frá fæðunni um allan líkamann. Hún flytur líka úrgangs- efni sem líkaminn þarfnast ekki lengur til lungna og nýrna sem losar líkamann við þau. Það er gert með því að anda þeim burt í gegnum nef eða munn eða pissa þeim úr líkamanum. Í EINUM BLÓÐDROPA ER: BLÓÐVÖKVI (52–62%) BLÓÐFLÖGUR (<1%) HVÍT BLÓÐKORN (<1%) RAUÐ BLÓÐKORN (38–48%) Ræðum saman Af hverju slær hjartað ekki alltaf jafn hratt? Af hverju ætli okkur blæði ekki út þegar við fáum sár? Hvert ætli hlutverk blóðrásarinnar sé?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=