Náttúrulega 1

39 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Húðin er einnig skynfæri. Með henni finnum við fyrir snertingu, hita, kulda og sársauka. Húðin er misnæm eftir svæðum líkamans og eykst næmni með auknum fjölda taugaenda. Fingur eru til dæmis mjög næmir en olnbogi ekki. Hvað heldurðu að myndi gerast ef húðin hefði enga snertinema? Húðin okkar er þakin náttúrulegri olíu. Hún verndar húðina, heldur í henni raka og gerir húðina vatnsheld- ari. Ef við erum lengi í vatni þá skolast olían af húðinni og hún missir vatnsheldnina. Þá fer vatn inn í ysta lag húðarinnar og hún verður hrukkótt. Litafrumur ráða húðlit en skynfæri sjá um að skynja. Unglingabólur eru algengar. Þær orsakast af breytingum í fitukirtlum húðarinnar. Bakteríur setjast að í húðkirtlunum og laða að sér hvít blóð- korn. Þá koma bólur. Unglingabólur Hár og neglur eru gerð úr sama efni. Hár hefur meðal ann- ars það hlutverk að halda hita á einstakl- ingnum en neglur eru til þess að geta klórað, klipið og rifið. Hár og neglur eru úr dauðum frumum. Dauðar frumur Margir hafa fæðingarbletti. Flestir þeirra eru dökkir og myndast þegar húðfrumur framleiða klasa af litarefni á sama stað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=