Náttúrulega 1

38 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Húðin er í tveimur lögum. Húðþekja og leðurhúð . Húðþekjan er það húðlag sem við sjáum með berum augum. Hún er samsett af húðfrumum sem hlífa líkam- anum ásamt litafrumum. Þar undir er leðurhúð. Í henni eru æðar, taugar, hársekkir, fitu- og svitakirtlar. Undir leðurhúðinni er fitulag sem kallast undirhúð. Þrátt fyrir nafnið telst undirhúðin ekki vera hluti af húðinni. Litafrumurnar í húðþekjunni framleiða litarefni . Því meira litarefni því dekkri verður húðin. Þegar húðin kemst í snertingu við sól fjölgar litafrumunum og húðin verður dekkri. Dekkri húðlitur verndar húðina fyrir sól- bruna. Sólbruni er skaðlegur, húðin getur orðið rauð og aum og brunning húð getur flagnað og jafnvel geta myndast blöðrur og sár. Því er mikilvægt að verja sig fyrir sólinni. Í grunninn er húðin misdökk, það fer eftir erfðum. Litarefnið hjálpar húðinni í baráttu við sólbruna og því brenna þeir síður sem eru með dekkri húð. Húðin gegnir margþættu hlutverki. Hún verndar æðar, taugar og vöðva ásamt því að halda bakteríum fyrir utan líkamann. Hún heldur réttu hitastigi í líkamanum, svitnar þegar líkaminn verður heitur og fitulagið undir húðinni hjálpar okkur að verða ekki of kalt. Húðin hindrar einnig vökvatap, en fyrir utan svitann, þá er hún alveg vatnsþétt og heldur líkamsvökvanum inni í líkamanum og öðrum vökvum fyrir utan hann. Við fáum ör þegar skemmdir verða á leðurhúðinni. Það getur gerst við áverka eins og slys, skurðað- gerðir eða sjúkdóma. Þegar skemmdin grær verður vefurinn ekki nákvæmlega eins og áður, þess vegna kemur ör. Ör Þegar húðin teygist hratt geta komið slitför í hana. Það er alveg eðlilegt og ekkert til að hafa áhyggjur af. Algengt er að fá slit í tengslum við kynþroska og þá á mjaðmir, læri, brjóst og bak. Slit Þannig að litafrumurnar í húðinni gefa húðinni lit?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=