Náttúrulega 1

37 Náttúrulega 1 │ 2. kafli HÚÐ Sumir vita ekki að húðin er í raun líffæri. Hún er í raun stærsta líffæri líkamans. Það kemur kannski ekki á óvart þegar húðin er skoðuð, hún heldur vel utan um allan líkamann. Húðin er einnig mjög teygj- anleg, við getum hreyft okkur og teygt og húðin fylgir með. Hægt er að sjá teygjanleika hennar sér- lega vel þegar konur verða ófrískar, húðin stækkar með vaxandi maga. Húðin skiptist í nokkur lög sem gegna mörgum hlutverkum. Sumir einstaklingar eru með húðfrumur sem framleiða mismikið melanin. Þá fær húðin ekki jafnan brúnan lit heldur myndast dökkir blettir í þeim húð- frumum sem mynda meira melanin. Þessir blettir kallast freknur. Freknur Ræðum saman Getur húðin ykkar breyst? Ef svo er, hvernig? Hvað haldið þið að húðin geri?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=