Náttúrulega 1

36 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Í líkamanum er þó einn vöðvi sem flokkast hvorki sem rákóttur né sléttur vöðvi. Það er hjartað, eða hjartavöðvinn . Hjartað dregst saman af sjálfs- dáðum og í hvert skipti sem það dregst saman dælir það blóði um líkamann. Við þurfum að nota vöðvana til að styrkja þá. Hreyfing og þjálfun gerir vöðvana aflmeiri. Það skiptir alla máli að þjálfa vöðvana því sterkir vöðvar hjálpa til við allar daglegar athafnir, bæði litlar og stórar. Stöðugt þarf að halda vöðvunum við til að koma í veg fyrir að þeir minnki. Strengir eða harðsperrur geta komið eftir mikla áreynslu. Strengir koma vegna þess að við mikil átök geta komið skemmdir á vöðvana og vökvi lekið úr honum. Stundum er sárt að fá strengi en það er ekki hættulegt. Vöðvinn byggir sig upp á ný og jafnar sig á nokkrum dögum. Góð næring skiptir líka máli í uppbyggingu vöðva og þá sérstaklega prótín. Það finnst bæði í plöntu- og dýraríkinu. Baunir, fiskur, kjöt, fræ, hnetur, egg, margs konar grænmeti og fleira eru dæmi um prótíngjafa. Þeir semhafamikið úthald eru líklegameð langa vöðva- þræði á meðan stuttir vöðvaþræðir gefa sprengikraft. Hægt er að þjálfa báðar gerðir vöðvaþráða en sumir eru með meira af annarri hvorri gerðinni frá náttúr- unnar hendi. Hvort er þyngra, öll beinin eða allir vöðvarnir? Allir vöðvarnir!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=