Náttúrulega 1

35 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Vöðvar sem ekki er hægt að stjórna kallast sléttir vöðvar . Sem betur fer þarf ekki að hugsa um að stjórna þeim vegna þess að þeir eru í innri líffærum, til dæmis þvagblöðru, húð, öndunar- færum og meltingarvegi. Það væri skrítið ef allir þyrftu sífellt að hugsa um að melta matinn sinn. Í líkamanum má finna fjölda vöðva, flestir hafa jafn marga vöðva en þeir geta verið misstórir. Þú þarft að setja opinn lófa á flatt yfirborð og láta alla fingur vísa fram nema löngutöng sem þú beygir undir lófann. „Reyndu að hreyfa baug- fingur. Þú getur ekki hreyft hann þar sem vöðvarnir í löngutöng og baug- fingri eru tengdir í sömu sinina.“ BAUGFINGUR PRÓFAÐU! TILRAUN Baugfingur Langatöng

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=