Náttúrulega 1

34 Náttúrulega 1 │ 2. kafli VÖÐVAR Vöðvar líkamans vinna saman og mynda vöðvakerfið . Þetta kerfi gerir okkur kleift að hreyfa okkur. Vöðvar eru hluti af stoðkerfi líkamans og eru gerðir úr vöðva- þráðum. Vöðva finnum við alls staðar í líkamanum og í raun eru þeir um helmingur líkamans. Án vöðva gætum við ekki gert neitt því vöðvar framkalla allar hreyfingar líkamans. Bæði manneskjur og dýr hafa vöðva sem þau geta stjórnað og vöðva sem þau geta ekki stjórnað. Vöðvar sem hægt er að stjórna kallast rákóttir vöðvar . Rákóttir vöðvar geta dregist saman sem gerir útlimunum kleift að hreyfa sig. Tvíhöfði og þríhöfði eru dæmi um vöðva sem hægt er að stjórna en þeir eru í handleggnum. Rákóttur vöðvi. Sléttur vöðvi. Hjartavöðvi. Ræðum saman Hvað gætum við gert ef við værum ekki með vöðva? Hvað gerir líkaminn án þess að við stjórnum því? Hverju getum við stjórnað í líkamanum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=