Náttúrulega 1

33 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Bein eru sífellt að eyðast og myndast. Það er vegna beinmyndandi frumna og beineyðandi frumna sem starfa alla ævi. Í beininu eru þræðir sem mynda eins konar net sem gefur beinunum styrk, þéttara net þýðir sterkari bein. Eyðing og myndun beina eru í jafnvægi hjá flestum stóran hluta ævi þeirra. Þegar beinin endurnýjast ekki eins hratt og þau eyðast verður netið ekki eins þétt. Þá á beinþynning sér stað. Það er eðlilegt að einhver beinþynn- ing verði með aldrinum en í sumum byrja beinin að þynnast fyrr og jafn- vel meira en hjá öðrum. Við beinþynningu verða beinin viðkvæmari og eru líklegri til að brotna, einnig eru hryggjaliðir líklegri til að falla saman. Hætta á beinþynningu eykst jafnt og þétt með aldrinum, sérstaklega hjá konum. Til að hægja á beinþynningu er mikilvægt að stunda reglulega hreyf- ingu og borða nægan næringarríkan mat. Beinþynning er einkennalaus þar til einhver brotnar en þeir sem eru í áhættuhópi geta farið í beinþéttinga- mælingu. Til er lyfjameðferð sem hjálpar að vinna á móti beinþynningu. BEINÞYNNING Hlutverk beinagrindarinnar er að halda okkur uppi og vernda lykillíffærin okkar! HEILAPÚL Heilbrigt bein Beinþynning

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=