Náttúrulega 1

32 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Ef við lendum í óhappi þar sem mikið álag kemur á beinin geta þau brotnað. Það getur verið mjög sársaukafullt. Beinin eru þó sífellt að endurnýja sig og geta vaxið saman á nýjan leik og gróið. Stundum þarf að setja umbúðir, eins og gifs, á brotið til þess að það grói rétt saman. En það er ekki alltaf hægt vegna staðsetningar brotsins, til dæmis er ekki hægt að setja gifs á við- beinsbrot. Gaman getur verið að bera saman beina- grindur manna og annarra dýra. Margt er sameiginlegt en margt er líka ólíkt. Bein fugla eru t.d. léttari en ann- arra dýra og gjarnan hol að innan. Það er eiginleiki sem auð- veldar fuglunum að fljúga. Bein dýra geta verið lík en hafa þróast mismunandi eftir teg- undum og þeim eigin- leikum sem tegundirnar hafa. Hér má sjá bein af útlimum í nokkrum dýrum. Skoðið hvað er líkt og hvað er ólíkt. Röntgenmynd af viðbeinsbroti. BEINAGRINDUR DÝRA HEILAPÚL Manneskja Fugl Hestur Hvalur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=