Náttúrulega 1
31 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Liðamótin eru af ýmsum gerðum eins og kúlu- liðir, hjöruliðir og snúningsliðir. Á endum beinanna þar sem þau mætast í liðum er brjósk. Brjóskið er mjúkt og hált og hjálpar beinunum að hreyfast auðveldlega án þess að þau nuddist saman. Inni í liðunum myndast vökvi sem smyr brjóskið. Liðirnir í líkamanum eru ólíkir. Kúluliðir geta hreyfst í allar áttir. Dæmi: Mjaðmaliður. Hjöruliðir geta aðeins hreyfst fram og aftur, til að beygja og rétta. Dæmi: Olnboga- liður og liðamót fingra. Snúningsliðir snúast upp og niður og til hliðanna. Dæmi: hálsliður. Ístað er minnsta bein líkamans, talsvert minna en krónupeningur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=