Náttúrulega 1

30 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Beinum má skipta í löng bein og flöt bein . Löng bein finnast meðal annars í höndum og fótum. Sum eru stór eins og lærleggur og upphandleggsbein en önnur minni bein eins og bein í tám og fingrum. Flöt bein eru óregluleg í laginu. Höfuðkúpa og mjaðmagrind eru flöt bein. Inni í beinum er beinmergur . Hann er mikilvægur því að í honum myndast blóðkorn. Stærsta beinið í líkamanum er lærleggurinn en hann er um 1 kg. í fullorðnum einstaklingi. Í eyranu eru þrjú agnarsmá bein sem kallast hamar, steðji og ístað en þau gera okkur kleift að heyra. Minnsta beinið er ístað sem er á stærð við hrísgrjón. Beinin tengjast saman og kallast tengingar bein- anna liðir eða liðamót. Beinin hreyfast um liðina og ef þeirra nyti ekki við værum við ekki svona sveigjanleg, heldur værum við öll stíf. Ef við værum ekki með beinagrind, værum við þá bara klessa á gólfinu? Vissir þú að bæði framhandleggur og sköflungur eru úr tveimur beinum? Þeir sem brjóta á sér framhandlegginn geta lent í að brjóta bæði beinin, stundum er það kallað að brjóta báðar pípurnar. Röntgenmynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=