Náttúrulega 1

28 Náttúrulega 1 │ 2. kafli BEINAGRINDIN Það er margt sem heldur líkamanum saman og upp- réttum. Við köllum það einu nafni stoðkerfi. Stoðkerfi gerir okkur kleift að hreyfa okkur og stjórnar hvernig hreyfingar er hægt að framkvæma. Beinagrindin er hluti af stoðkerfi líkamans. Hún er samansett úr 206 beinum af öllum stærðum og gerðum. Hlutverk hennar er að halda líkamanum upp- réttum ásamt því að vernda líffærin í líkamanum fyrir hnjaski. Sem dæmi er heilinn í höfuðkúpunni og rif- beinin utan um hjarta og lungu. Hvernig værum við ef við hefðum ekki beinagrind? Ræðum saman Hvaða hlutverkum gegnir beinagrindin? Hvar haldið þið að minnsta bein líkamans sé? Þekkið þið nafnið á einhverju beini?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=