Náttúrulega 1

26 Náttúrulega 1 │ 1. kafli SAMANTEKT • Allt sem er lifandi er gert úr frumum. • Það eru bæði til gagnlegar og skaðlegar bakteríur. • Lífverur geta verið bæði einfrumungar eða fjölfrumungar. Hvað er líf og fruma? • Þróunarkenningin er líffræðileg kenning um uppruna og þróun tegunda. • Náttúruval er þegar góðir eiginleikar til að lifa af erfast frá einni kynslóð til næstu. • Vistkerfi eru allar lífverur og lífvana umhverfisþættir sem finnast á afmörkuðu svæði. • Flóra er allar plöntur sem vaxa á tilteknu svæði. • Fána er öll dýr sem lifa á tilteknu svæði. Líffræðilegur fjölbreytileiki • Bakteríur eru lífverur en það eru veirur ekki en forsendur þess að vera lífvera er að geta fjölgað sér sjálf. • Sýklalyf virka einungis gegn bakteríusýkingum. Bakteríur og veirur • Fæðukeðja sýnir hvernig orka lífveru flyst frá einni til þeirrar næstu. • Fæðuvefur sýnir hvernig orkan flæðir um allt vistkerfið. Innan hvers fæðuvefs eru margar fæðukeðjur. • Frumframleiðendur framleiða fyrstu orkuna í fæðukeðjunni með ljóstillífun og upptöku næringarefna úr jarðveginum. • Sundrendur eru lokastig fæðukeðjunnar. Hringrás lífsins • Elstu bakteríurnar eru sameiginlegur forfaðir allra lífvera. • Þróunartréð sýnir skyldleika lífvera. Uppruni lífs

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=