Náttúrulega 1
25 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum bjuggu úlfar og önnur rándýr sem voru mark- visst drepin. Stjórnendur vildu vernda bæði húsdýr og villta grasbíta. Nánast engir úlfar voru eftir í Yellowstone 1940 og þá breyttist vistkerfið. Sléttuúlfum, dádýrum og elgum fjölgaði á meðan víði- og asp- artrjám fækkaði ásamt því að bjórar urðu sjaldséðir. Fólk vissi á þessum tíma ekki mikið um mikilvægi hvers hlekks í vist- kerfinu en um 1970 var vitað að mistök höfðu verið gerð. Árið 1995 voru úlfar fluttir aftur til Yellowstone og það sem gerðist í kjöl- farið var töfrum líkast. Úlfarnir drápu eitthvað af dádýrunum en hegðun dá- dýranna breyttist og þau fóru að forðast svæði þar sem þau áttu erfitt með að flýja úlfana. Á þeim svæðum byrjuðu tré og annar gróður að vaxa. Fuglar settust að í trjánum og bjórum fór fjölgandi. Þeir byggðu stíflur og þá urðu til góð búsetuskilyrði fyrir otra, endur, fiska og enn fleiri dýr. Bæði stíflurnar og árnar urðu stöðugri vegna þess að gróðurinn í kringum þær batt niður jarðveginn. Úlfarnir drápu einnig sléttuúlfa sem varð til þess að kanínum og músum fjölgaði og urðu fæða fyrir hauka, merði, refi og greifingja svo þeim fjölgaði á nýjan leik. Fleiri hrafnar og ernir komu á svæðið því þeir nærðust að miklu leyti á hræjum sem úlfarnir skyldu eftir. Björnum fjölgaði einnig vegna fjöl- breyttara plöntulífs og hræjanna sem úlfarnir skyldu eftir. Úlfarnir voru ekki margir en þeir gjörbreyttu öllu vistkerfinu í Yellowstone og sýndu mikilvægi allra hlekkja í fæðuvefnum. ÚLFAR Í FÆÐUVEF HEILAPÚL
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=