Náttúrulega 1

22 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Fyrir þessa tilraun þarft þú stóra glerflösku eða glerkrukku, mold, litlar plöntur (sumir setja fræ) og leirkúlur. Helltu einu lagi af leirkúlum í botninn á flösk- unni og settu síðan nokkra sentimetra af mold ofan á leirkúlurnar. Síðan skaltu setja plönt- urnar niður í moldina og örlítið vatn. Ef flaskan er með þröngan háls gætir þú þurft að nota löng og mjó verkfæri til að koma plöntunum fyrir. Því næst skaltu loka flöskunni þannig að ekkert komist inn og ekkert út. Settu síðan miða á flöskuna með dagsetningunni þegar þú bjóst til litla vistkerfið. Gættu þess að birta komist að flöskunni. Fylgstu með vistkerfinu í lengri tíma. Ef ykkur tókst að búa til vistkerfi sem sér fyrir öllu sem það þarf sjálft þá hafið þið búið til sjálfbært vistkerfi. Ef ekki, hvað haldið þið að hafi farið úrskeiðis sem hægt er að bæta næst? AGNARLÍTIÐ VISTKERFI HEILAPÚL OG TILRAUN Hluti þeirra matvæla sem eru ræktuð í dag eru erfða- breytt. Það þýðir að búið er að þróa tegundina þannig að hún verði lystilegri eða bragðbetri. Dæmi um mat- væli sem eru erfðabreytt eru bananar, maís, tómatar, vatnsmelónur, kartöflur og kornflögur. Plöntur hafa líka verið erfðabreyttar til að þola betur ágang skordýra, ill- gresiseyðandi efna og sjúkdóma. Erfðabreyttir bananar. Villtir bananar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=