Náttúrulega 1

21 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Fjölbreytni lífvera af öllum toga kallast líffræðilegur fjölbreytileiki . Hann nær yfir nokkra þætti, muninn innan tegundar og milli tegunda. Hann getur líka náð yfir fjölbreytni í búsvæðum lífveranna. Fjölbreytni innan sömu tegundar er mikilvæg fyrir þróun lífverunnar. Til dæmis getur verið litamunur á dýrum þrátt fyrir að þau séu sömu tegundar. Fjölbreytni milli tegunda segir til um fjölda mismunandi tegunda lífvera. Líffræðilegur fjölbreytileiki er mælikvarði á heilbrigði vistkerfanna. Lífverur hafa mikil áhrif hver á aðra svo ef hlekkur glat- ast úr keðju lífvera getur það haft stórtækar afleiðingar fyrir hinar lífverurnar í vistkerfinu, þar á meðal mann- eskjur. Ýmislegt getur haft slæm áhrif á líffræðilegan fjöl- breytileika og eru þeir oft af mannavöldum. Fyrst ber að nefna loftslagsbreytingar, eyðileggingu búsvæða lífvera fyrir önnur not og of mikla notkun á ýmsu í nátt- úrunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=