Náttúrulega 1

20 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Allar lífverur eru tengdar hver annarri vegna þess að þær hafa þróast út frá sömu forfeðrunum í milljarða ára. Þær hafa þróast til að búa við ákveðin lífsskilyrði við ákveðnar aðstæður í afar mismunandi umhverfi. Sumar lifa á landi, aðrar í jörðinni, vatni, sjó eða í lofti. Sumar lifa í miklum hita, aðrar kulda, sumar við mikinn raka og aðrar í mjög þurru umhverfi. Þær lífverur sem eru best lagaðar að umhverfinu sem þær búa í, lifa af og fjölga sér frekar en hinar. Gíraffar eru með mjög langa hálsa og eru því síður í samkeppni við aðrar plöntuætur á svæðinu um fæðu. Plöntuætur með styttri hálsa borða fæðu nær jörðinni á meðan gíraffar ná í fæðu sem er hátt uppi í trjám. Þessi aðlögun er náttúruval sem hefur tekið margar kyn- slóðir að þróa. Þeir gíraffar sem voru með lengstu háls- ana lifðu frekar af vegna þess að þeir höfðu aðgang að nægri fæðu. Afkvæmi þeirra erfðu svo þennan eigin- leika frá foreldrum sínum og gáfu síðan áfram til sinna afkvæma og svo koll af kolli þangað til gír- affinn varð eins og við þekkjum hann í dag. Sumir fiskar kunna vel við sig á landi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=