Náttúrulega 1

19 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Charles Darwin (1809–1882) er þekktur fyrir að hafa komið fram með þróunarkenninguna . Hann fékk gott tækifæri til rannsókna þegar hann réði sig sem náttúrufræðing í leið- angri. Leiðangurinn varði frá 1831–1836 og áhöfnin gerði alls konar athuganir og mælingar á ferð sinni. Darwin hélt nákvæma dagbók þar sem hann rann- sakaði dýralíf og jarðlög. Rannsóknir hans héldu áfram eftir að hann kom heim úr leiðangrinum en þá skoðaði hann eigin gögn, skrifaðist á við aðra vísindamenn og skoðaði gögn frá þeim. Fljótlega eftir heimkomuna kviknaði hugmyndin um breytingar og þróun tegunda . Fuglar á Galapagoseyjum vöktu athygli Darwins. Á hverri eyju var finkutegund sem var aðeins á einni eyju en finkutegundir eyjanna voru þó allar í grunninn mjög líkar. Darwin taldi að fink- urnar hefðu þróast af einni og sömu tegundinni en hafi þróast á ólíka vegu eftir að þær einangr- uðust hver á sinni eyjunni. Árið 1859 setti hann fram þróunarkenninguna í bók sinni „Uppruni teg- undanna“ og umbylti hugmyndum manna um eðli náttúrunnar og lífs á jörðinni. DARWIN HEILAPÚL Við vitum um útdauðar tegundir meðal annars vegna steingervinga . Steingervingar eru leifar lífvera úr fortíð- inni. Þeir finnast í jörðinni víðs vegar um heiminn og gefa vísbendingar um lífverur sem eitt sinn voru til. Stein- gervingar gefa líka mikilvægar upplýsingar um hvernig lífið á jörðinni þróaðist og voru mikilvæg innlegg í að móta kenningar um þróun lífs. Ein sú fundvísasta í steingervingaleit var Mary Anning og er þekking okkar á risaeðlum í dag að miklu leyti henni að þakka. Hún byrjaði að leita að steingervingum sem barn og fann fyrstu fullkomnu beinagrindina af risa- eðlu í heiminum – aðeins tólf ára gömul. Charles Darwin Steingervingur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=