Náttúrulega 1
18 Náttúrulega 1 │ 1. kafli FJÖLBREYTILEIKI LÍFVERA Vistkerfi eru allir lifandi og lífvana umhverfisþættir sem finnast á afmörkuðu svæði. Dýr sem lifa á tilteknu svæði köllum við fánu , en það geta verið spendýr, fuglar, fiskar, skordýr og fleira. Plöntur sem vaxa á til- teknu svæði köllum við flóru , en það eru til dæmis tré, blóm, grös, mosi, sveppir og fleira. Lífvana þættir gætu verið til dæmis vatn, steinar og þess háttar. Jörðin öll, hafið og landið getur verið eitt vistkerfi en oftast eru þau skoðuð í minni einingum, til dæmis gæti stöðuvatn verið eitt viskerfi, skógur annað og blóma- beð það þriðja. Þegar vistkerfi eru rannsökuð er meðal ann- ars kannað hvaða lífverur finn- ast þar, hvað gæti mögulega haft jákvæð eða neikvæð áhrif á svæðið og hvaða lífvana fyrir- bæri eru á svæðinu. Atriði sem geta haft áhrif á vistkerfi eru til dæmis veður, sjúkdómar, ræktun af ýmsu tagi eða mengun. Vistkerfi geta verið risastór og agnarsmá. Hér er vistkerfið fjara. Ræðum saman Hafið þið heyrt talað um flóru og fánu? Hvernig vitum við að risaeðlur voru til? Hvað hugsið þið um þegar þið heyrið orðið vistkerfi?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=