Náttúrulega 1

17 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Á myndinni má sjá skyldleika nútímamannsins og simp- ansa. Þeir eru skildir alveg upp að ættkvíslinni en þar varð breyting í þróunarsögunni. Talið er að um 20 ólíkar tegundir hafi orðið til frá þessum aðskilnaði í þróunar- sögunni. Flestar þessa tegunda eru útdauðar í dag en talið er að nútímamaðurinn hafi þróast út frá tveimur þeirra. Allar þeirra báru með sér einhver einkenni sem nútímamaðurinn býr yfir í dag. Þar má nefna stærri heila, minni tennur, að geta staðið uppréttur og að geta notað verkfæri eins og grjót, spjót og eld. Alls staðar í þróunarsögunni eiga sér stað breytingar sem þessar. Þá verður lítil breyting á lífverunni og úr verður ný grein í þróunartrénu sem þróast svo áfram. Menn þróuðust út frá bakteríum en það gerðist á gríð- arlega löngum tíma. Í dag notum við tví- nafnakerfi til að flokka lífverur. Hver lífvera er með tvö nöfn, það fyrra er sameiginlegt með náskyldum líf- verum og það seinna heiti tegundarinnar sjálfrar. T.d. homo sapiens fyrir mann- eskju. Tvínafnakerfi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=