Náttúrulega 1

16 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Á myndinni má sjá þróunar- tré lífvera. Lífverur sem eru á sömu grein eru skyldari og því eru til dæmis fiðrildi og fuglar fjarskyld dýr. Mannfólk og apar eru náskildar tegundir og við erum skyldari fiskum en froskum. Meira að segja tréin eru fjar- skyldir ættingjar okkar. Talið er að það eigi enn eftir að finna ótal lífverur þar sem hafið og regnskógar hafa ekki enn verið rannsökuð til fulls. Það gætu því verið milljónir tegunda sem á eftir að finna og gefa nafn. Vísindamenn eru ekki alltaf sam- mála um flokkun sumra lífvera og ekki passa allar líf- verur aðeins í einn flokk. Fléttur eru t.d. samlífi þörunga og sveppa og tilheyra því í raun báðum flokkunum að hluta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=