Náttúrulega 1

15 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Ýmis sönnunargögn benda til að alheimurinn hafi orðið til við Miklahvell fyrir um 13,8 millj- örðum ára. Vitað er að heimurinn er stöðugt að þenjast út. Fyrir Miklahvell voru efnin í heiminum mjög þétt saman og gríðarlega heit, svo þétt að í einni teskeið af efni var massinn um 400 milljón tonn eða 400.000.000.000 kg. Ein teskeið af efni var álíka þung og 3 milljónir fullorðinna steypi- reyða sem er stærsta dýrið á jörðinni í dag. Steypireyður og manneskja. MIKLIHVELLUR HEILAPÚL Þegar margar tegundir deyja út á stuttum tíma kallast það fjöldaútdauði . Talið er að risaeðlurnar hafi dáið út í náttúruhamförum fyrir um það bil 65 milljónum ára. Þá varð fjöldaútdauði en talið er að meirihluti tegundanna sem uppi voru á þeim tíma hafi dáið út. Þær tegundir sem lifa í dag þró- uðust út frá þeim sem eftir lifðu. Í dag er áhyggjuefni hve margar lífverur deyja út af mannavöldum. Maður- inn hefur tekið yfir mörg af búsvæðum dýra sem veldur því að þeim fækkar mjög eða deyja alveg út. Tegundir sem gætu dáið út eru taldar vera í útrýmingarhættu .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=