Náttúrulega 1

14 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Allar lífverur hafa þróast út frá bakteríum. Elstu bakt- eríurnar eru því sameiginlegur forfaðir allra lífvera. Að vera sameiginlegur forfaðir þýðir að aðrar lífverur hafa þróast út frá henni. Það er ekki vitað hversu margar tegundir lífvera hafa þróast frá upphafi en það eru margar milljónir. Þær voru þó ekki allar uppi á sama tíma því tegundir deyja út og aðrar þróast í staðinn. Í raun eru þær tegundir sem lifa á jörðinni í dag bara lítill hluti af þeim sem hafa lifað frá upphafi. Margt getur orsakað það að tegund deyi út. Stundum er það hluti af eðlilegri þróun þar sem þær sem að- lagast umhverfinu betur lifa af og aðrar deyja. Stundum gerist einhver atburður sem veldur útdauða tegunda af náttúrulegum orsökum eða af mannavöldum. Það getur verið ein tegund sem deyr út í einu eða margar. UPPRUNI LÍFS OG FLOKKUN LÍFVERA Ræðum saman Hvað þekkir þú margar lífverur? Er búið að finna allar lífverur á jörðinni? Hefur þú heyrt um lífveruna fléttu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=