Náttúrulega 1
13 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Sýklalyf geta hjálpað ef veikindi vara lengi því þau hjálpa líkamanum að berjast við bakteríur. Sýklalyf virka ekki gegn veirusýkingum og líkaminn þarf að ná að sigrast á sýkingunni sjálfur. Stundum er hægt að minnka einkenni veirusjúkdóma með lyfjum en það eru ekki til lyf sem lækna veirusýkingar. Hægt er að bólu- setja fyrir sumum veirusjúkdómum en þær eru fyrir- byggjandi svo að fólk veikist síður af alvarlegum sjúk- dómum. Bóluefni eru unnin úr veirum eða bakteríum og inni- halda efni sem finnast í þeim. Bóluefni hafa lítil áhrif á heilsu einstaklinga en kenna líkamanum hvernig er best að berjast við ákveðin veikindi. Börn eru bólusett gegn alvarlegum sjúkdómum sem voru einu sinni mjög mannskæðir. Börn eru meðal annars bólusett gegn kíg- hósta, barnaveiki, stífkrampa, mislingum og mænusótt. Þekktir veirusjúkdómar: hlaupabóla Covid-19 inflúensa kvef frunsa Þekktir bakteríusjúkdómar: Streptókokkar berklar eyrnabólga Bólusetning getur hjálpað líkamanum að sigrast á ýmsum sjúkdómum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=