Náttúrulega 1

141 Náttúrulega 1 │ 5. kafli SAMANTEKT • Gróðurlendi er heiti á landsvæðum sem hafa svipaðan gróður og dýralíf óháð staðsetningu. • Kjöraðstæður lífvera kallast kjörlendi. • Á Íslandi eru virk eldfjöll svo hér myndast nýtt hraun reglulega. • Moslendi samanstendur af mosavöxnum svæðum. Hann er fyrsti landneminn í nýjum hraunum og er forveri annars gróðurs. Gróðurlendi, hraun og moslendi • Votlendi eru svæði þar sem jarðvatn nær upp undir eða upp fyrir yfirborð jarðvegsins. • Á mörgum svæðum hafa verið grafnir skurðir í votlendistún til að þurrka túnin og auðvelda þannig heyskap og kallast það framræsing votlendis. • Mólendi er þurrt gróðurlendi sem er oftast þýft. Þar er oftast mikið um þúfur sem eru ójöfnur í jarðveginum. Votlendi og mólendi • Skóglendi og kjarrlendi eru svæði sem eru þakin trjágróðri. • Graslendi einkennist af því að jarðvegurinn er þykkur og frjósamur. • Blómlendi einkennist af því að þau eru hulin blómum eða burknum. Skóg-, gras- og blómlendi • Gróðureyðing getur orsakast af ofbeit, sinubruna og skógarhöggi. • Vistheimt felst í því að bæta landgæði og auka líffræðilegan fjölbreytileika. • Manngerð vistkerfi eins og akrar og tún eru tegundafærri landsvæði en þau sem skapast náttúrulega. Áhrif mannfólks á umhverfið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=