Náttúrulega 1
139 Náttúrulega 1 │ 5. kafli MANNGERÐ VISTKERFI Manngerð vistkerfi eins og akrar og tún hafa færri tegundir en vistkerfi sem skapast náttúrulega. Stór landsvæði í heiminum hafa verið gerð að ræktunar svæði fyrir ákveðnar tegundir og því fer líffræði legur fjölbreytileiki minnkandi. Við það verður fæðu keðjan einfaldari þar sem færri tegundir er að finna á svæðinu. Manngerð vistkerfi er ekki einungis að finna í landbúnaði heldur einnig í borgum og bæjum. Þar er lítið um villtan gróður en tré og plöntur eru gróðursettar á valin svæði. Sums staðar má finna villta náttúru þegar baldursbrár, fíflar, njólar og ýmis strá ná að koma sér fyrir í sprungum í malbiki og á óhirtum svæðum. Starar og snjótittlingar eru algengar fuglategundir í byggð. Maðurinn hefur haft mikil áhrif á margvísleg vistkerfi og víða má sjá rafmagnslínur, stíflur og vegi. Mikilvægt er að koma rafmagni um allt land og áður fyrr voru raf magnslínur eina leiðin til þess. Baldursbrá. Fífill. Akrar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=