Náttúrulega 1

138 Náttúrulega 1 │ 5. kafli Á haustin getur þú safnað birkifræjum til að sá. Þú finnur fræin í reklunum á birkitrjánum, þurrkar og sáir. Þó þarf að hafa í huga að vanda til verka. Huga þarf vel að því hvar trén passa best og hvaða trjátegundir séu góðar fyrir það vistkerfi sem þegar er á svæðinu. BARR- OG LAUFSKÓGAR Barrté eru með barrnálar en ekki laufblöð, til dæmis furutré og grenitré. Margir nota þessi tré sem jólatré, enda eru þau græn allt árið. Lauftré eru með laufblöð sem falla á haustin en vaxa á ný á vorin. Ísland telst til barrskógabeltisins eins og hin Norðurlöndin en þar er kalt á veturnar og mild sumur eins og hér á landi. Einangrun landsins varð hins vegar til þess að hér uxu engir barrskógar fyrr en skógrækt hófst. Á þessari mynd má sjá rekla birkitrés. Í reklunum er mikið af fræjum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=