Náttúrulega 1
12 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Margir eru hræddir við bakteríur og reyna eftir bestu getu að forðast þær. Sumar geta valdið veikindum, svitalykt, andfýlu og skemmdum í tönnum en þær eru ekki allar slæmar. Bakteríur gegna lykilhlutverki í melt- ingu dýra. Þær taka þátt í að brjóta niður matinn og að- stoða við að nýta næringu og vítamín sem best. Þegar fólk tekur sýklalyf vegna veikinda af einhverju tagi þarf að hafa í huga að lyfin gera ekki greinarmun á gagnlegum og skaðlegum bakteríum. Sýklalyfin drepa líka góðu bakteríurnar í meltingarveginum og því getur fólk lent í því að fá illt í magann við inntöku slíkra lyfja. Læknar ráðleggja fólki gjarnan að borða mat sem er góður fyrir meltinguna samhliða sýklalyfjum en þar er að finna góðar bakteríur sem geta hjálpað líkamanum að ná aftur jafnvægi. Bakteríur sinna einnig því mikil- væga hlutverki, ásamt öðrum lífverum, að brjóta niður dauðar lífverur. Þær lífverur sem sjá um að brjóta niður dauðar lífverur kallast sundrendur . Bakteríur sjá um að brjóta niður dauðar lífverur. Það gera sveppir og ormar líka. Bakteríur Sveppir Ormar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=