Náttúrulega 1

137 Náttúrulega 1 │ 5. kafli Á Íslandi eru aðeins birkiskógar sem eru náttúrulegir. Fræ birkitjáa berast áfram með vindi. Það eru þó fleiri tré á Íslandi sem sá sér með náttúrulegum hætti. Gul­ víðir sáir sér með vindi og reynitré fá á sig falleg ber seinni hluta sumars. Fuglar éta berin og skíta síðan fræjunum víða. Þannig dreifast trén um landið. Síðustu áratugi hefur skógrækt aukist og eru skógar víða ræktaðir af skógræktarfélögum og öðru áhuga­ fólki. Skógar sem eru ræktaðir af fólki teljast mann­ gert umhverfi. Skógrækt getur haft marga kosti í för með sér, skógar geta bundið jarðveginn, myndað skjól, skapað aðstæður fyrir fleiri lífverur og hægt er að nýta þá á ýmsan hátt. SKÓGRÆKT OG SKÓGAR SEM VAXA SJÁLFIR Skóglendi. En er eitthvað sem við getum gert til að endurheimta skóglendið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=