Náttúrulega 1

136 Náttúrulega 1 │ 5. kafli LÍFRÍKIÐ Í SKÓGINUM Skógar bjóða upp á búsvæði fyrir ýmsar lífverur. Spör­ fuglar sækja mikið í að vera í trjám en fætur þeirra eru sérlega vel aðlagaðir til að grípa um trjágreinar. Í skóg­ inum fá þeir skjól og þar er einnig að finna fæðu eins og skordýr og jafnvel reyniber seinni hluta sumars. Á Íslandi er talsvert lægra hlutfall af spörfuglum en annars staðar í heiminum, bæði færri tegundir og færri fuglar. Ein ástæðan er hversu lítið er af skógum á Ís­ landi. Sveppir eru einnig algengir í skógum. Það skýrist af því að ýmsar sveppategundir græða á því að lifa ná­ lægt trjám. Trén sjá sveppunum fyrir næringu og jafn­ vel skjóli. Stundum hjálpa sveppir trjám að verða sér úti um vatn og steinefni. Þegar báðir græða á samvistinni er það kallað samhjálp og á til dæmis við um svepp­ inn kúalubba og birkitré. En stundum græðir bara sveppurinn á sambúðinni og er það þá kallað gistilífi , stundum veldur sveppurinn trénu skaða og þá er talað um sníkjulífi . Skógarþröstur er spörfugl. Kúalubbi. Vissir þú að við landnám var um 25–30% landsins með náttúrulegum skógum en í dag eru náttúrulegir skógar aðeins um 1%.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=