Náttúrulega 1

135 Náttúrulega 1 │ 5. kafli SKÓG- OG KJARRLENDI Þegar trjágróður setur mestan svip sinn á landslagið tölum við um skóglendi eða kjarrlend i. Þegar trén eru hávaxin tölum við um skóglendi en þegar þau eru lág­ vaxin kjarrlendi. Á Íslandi eru það helst birkitré sem mynda náttúrulega skóga. Þau eru talin hafa borist sjálf til landsins með fuglum eða vindi. Þau geta bæði myndað víðáttumikið kjarr en geta einnig orðið yfir 10 metrar á hæð. Við landnám þöktu náttúrulegir birki­ skógar stóran hluta af láglendi Íslands en þeir skógar eru að mestu horfnir vegna ágengni manna og búfjár. Þrátt fyrir að birkitré sái sér sjálf með vindi hefur það ekki dugað til við endurheimt skóganna. Fólk sáir og plantar því talsvert af birki árlega, bæði fræjum og ungum trjám. Skóglendi og kjarrlendi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=