Náttúrulega 1
134 Náttúrulega 1 │ 5. kafli Alaskalúpínan fellur einnig undir blómlendi en það er algengt að finna ekki aðrar blómjurtir samhliða henni. Lúpínan hefur þann eiginleika að hún gagnast vel við landgræðslu sem þýðir að hún getur lifað þar sem jarðvegur er ekki hagstæður og smám saman myndað hagstæðan jarðveg fyrir aðrar plöntur. Einnig er hægt að nota hana til að laga sár í gróðurlendum til að koma í veg fyrir að sárin stækki. Lúpínan var fyrst flutt til landsins í landgræðslutilgangi um 1950 en hafði áður verið gróðursett á Íslandi. Hún er mjög ágeng plöntutegund vegna þess að hún er frek á landsvæði og dreifir sér hratt. Það getur verið erfitt fyrir aðrar plöntur að dreifa sér um landsvæði þar sem lúpína hefur verið notuð til að græða upp jarðveginn. Lúpínuþekja.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=