Náttúrulega 1

132 Náttúrulega 1 │ 5. kafli GRASLENDI Graslendi einkennist af því að jarðvegur­ inn er þykkur og frjósamur. Það má finna frá strandlengjunni og upp til fjalla. Því er bæði fjölbreyttur gróður og dýralíf sem finna má í graslendi. Á Íslandi finnast um 50 tegundir ólíkra grasa og getur verið erfitt að greina þau í sundur. Melgresi er dæmi um graslendi en þar er gróðurinn ekki endilega samfelldur og vex á sandi. Gróður á melgresi þarf að vera með sterkar rætur til að þola veður og vinda. Sandfok frá melgresi myndar hóla sem veita skjól við sjávarfitjar . Þegar talað er um gróðurlendi við sjóinn eða fyrir ofan fjöruna kallast það sjávarfitjar. Í miklu roki og brimi skvettist sjór yfir sjávarfitjar. Gróðurinn á þessu svæði þarf að þola saltið úr sjónum ásamt því að þola veðrið en við sjóinn er oft hvassara en annars staðar. Þess vegna er gróðurinn oftast með djúpar rætur, einnig eru plönturnar oft með þykk blöð, gjarnan blágræn á lit­ inn. Þar sem graslendi er fjölbreytt má finna margar ólíkar lífverur. Algengar plöntur eru ýmis grös og strá. Á sjávarfitjum lifa einnig dýr eins og refur, minkur, sanderla og sendlingur. Melgresi. Holurt. Sendlingur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=