Náttúrulega 1
131 Náttúrulega 1 │ 5. kafli Hrafnafífa. Mýrasóley. Mýrarauði myndast þegar vatn tekur til sín járn úr bergi. Járn var unnið úr mýrarrauða með sérstakri aðferð fram til 1500 og nýtt í ýmis verkfæri og tól. Á myndunum eru spjót frá Dysnesi í Eyjafirði og beltissylgja frá Litlu- Núpum í Mývatnssveit. Mýrarrauði Árið 1996 voru fyrstu tilraunir gerðar á endurheimt votlendis með því að fylla upp í skurði og stífla útföll úr tjörnum. Sérstakar plöntur vaxa í votlendi því ekki allar tegundir þola að vera í svona blautu umhverfi allt árið um kring. Dæmi um votlendisplöntur eru lyfjagras, mýrasóley og hrafnafífa en það eru einungis þrjár tegundir af mörgum sem þrífast vel í votlendi. Votlendisfuglar eru oft með langa fætur með eða án sundfita og langan gogg. Stærð goggsins fer eftir því á hvaða dýpi fuglinn finnur fæðu. Dæmi um votlendis fugla eru álftir, endur, himbrimi og líklegt er að sjá slíka fugla á tjörnum. Álft. Stokkönd, kven (kolla)- og karlönd (steggur).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=