Náttúrulega 1

130 Náttúrulega 1 │ 5. kafli VOTLENDI Svæði þar sem vatn nær upp undir eða upp fyrir yfir­ borð jarðvegsins kallast votlendi . Stundum er svæðið einungis gegnsósa af vatni hluta árs. Dæmi um vot­ lendi eru flói og mýri. Votlendi er mikilvægt að mörgu leyti. Það á þátt í hring­ rás vatns, er mikilvægt búsvæði fyrir lífverur og það bindur mikið kolefni í jarðveginn. Kolefni er eitt þeirra efna sem lífverur geta ekki verið án en of mikið af því á þátt í hlýnun jarðar. Á mörgum svæðum hafa verið grafnir skurðir í votlendistún til að þurrka þau og auð­ velda þannig heyskap. Þetta kallast framræsing vot- lendis . Því má víða sjá skurði meðfram túnum landsins. Þetta varð til þess að meira land var nothæft fyrir land­ búnað, en hafði líka neikvæð áhrif á það magn kolefnis sem var bundið í jarðveginn. Keldusvín var algengur fugl hér á landi áður fyrr. Talið er að eyði­ legging búsetusvæða hans með framræsingu votlendis og innflutn­ ingur á minki hafi orðið til þess að hann telst útdauður á Íslandi. Keldusvín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=