Náttúrulega 1
129 Náttúrulega 1 │ 5. kafli Í hrauni vex mosi og verður hann eins og þykkt, mjúkt teppi ofan á hrauninu. Þá hefur myndast moslendi. Mosi vex hægt og er viðkvæmur fyrir skemmdum svo við þurfum að passa sérstaklega vel upp á hann. Mos inn vex í hrauni þar sem hann leggst ofan á jarðveginn. Hann hefur ekki rætur en er með rætlinga sem festa hann við hraunið. Þegar mosi hefur breytt úr sér yfir hraunið getur hann orðið að jarðvegi fyrir aðrar plöntur. Þar geta fleiri plöntur vaxið til dæmis berjalyng sem er algengt á Íslandi. Í moslendi er hægt að finna ýmis dýr, sérstaklega þar sem er berjalyng. Ástæðan er að dýr eins og fuglar éta berin sem koma á haustin. Einnig finnast þar fleiri dýr, köngulær eru til dæmis gjarnan tengdar við berjamó, en þær geta leitað skjóls í sprungum í hrauninu, mosanum og lynginu. Eldgos í Geldingadölum á Reykjanesi. Geldingahnappur. Krækilyng. Hefur þú farið í berjamó? Hvernig ber sástu?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=