Náttúrulega 1

128 Náttúrulega 1 │ 5. kafli MOSLENDI Hraun er gróft berg með mikið af sprungum þar sem auðvelt er að detta í misfellum, festa fót í sprungunum eða rispa húðina við það að detta. Á Íslandi er mikið um hraun sem myndast í eldgosum og virk eldfjöll svo hér myndast nýtt hraun reglulega. Ísland varð til í ótal eldgosum á löngum tíma. Þegar eldgos verður gýs upp kvika úr jörðinni sem storknar og verður að hrauni. Hraunið veðrast út af frosti, rign­ ingu, sjó og vindi. Í litlum holum í berginu setjast að lífverur, þörungar og sveppir sem búa saman í hrauninu í sambýli sem báðar lífverurnar græða á. Þetta samlífi þörunga og sveppa köllum við fléttur . Sveppirnir búa til góðar aðstæður, skjól fyrir sólinni og viðhalda rakanum. Þörungar búa til næringarefni með ljóstillífun en það hjálpar svepp­ unum sem geta ekki ljóstillífað. Þekkir þú einhver svæði þar sem hraun hefur myndast?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=