Náttúrulega 1

11 Náttúrulega 1 │ 1. kafli BAKTERÍUR OG VEIRUR Margir rugla saman bakteríumog veirum . Það er skiljan- legt því að hvorar tveggja eru agnarsmáar og geta valdið sjúkdómum og veikindum hjá fólki. Líffræðilega er þó nokkur munur á þeim. Bakteríur eru skilgreindar sem lífverur en það eru veirur ekki. Helsti munurinn er að bakteríur og aðrar lífverur geta fjölgað sér sjálfar og gera það með skiptingu. Veirur þurfa lifandi frumu til að geta fjölgað sér. Veirur troða sér inn í frumur líf- vera og plata hana til að búa til fleiri veirur í stað þess að búa til fleiri frumur. Veira. Baktería. Ræðum saman Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið baktería? Þekkir þú einhverja bakteríu- eða veirusjúkdóma? Hefur þú þurft að taka sýklalyf?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=