Náttúrulega 1

127 Náttúrulega 1 │ 5. kafli Berangur er svæði þar sem ekkert skjól er fyrir veðrinu. Þar eru fáar tegundir af gróðri en svæðið einkennist af klöppum, grjóti, möl, sandi og leir. Á berangri hefur veðrið mikil áhrif á gróður og hann þarf því að vera harðgerður til að lifa af og vaxa við þessar aðstæður. Berangur er oft á svæði þar sem gróður hefur verið áður en síðan eyðst. Á Íslandi eru algeng berangursvæði sem kallast melar . Þar er svæðið orðið mjög bert þar sem það hefur blásið upp. Það þýðir að vindur hefur komist undir gróður­ þekjuna og náð að rífa upp gróðurinn og blása honum burt. Sumstaðar er svæðið orðið svo bert að það hefur myndast rofabarð en það er svæði þar sem mjög mikill uppblástur hefur orðið. Þar eru einungis lítil stök svæði þar sem einhver gróður er til staðar. Þúfa myndast þegar rakur jarðvegur frýs og þenst út og myndar bungu. Þegar frystir endurtekið í móanum myndast ískjarni í bungunni og smám saman stækkar bungan og verður að þúfu. Þúfur Rofabarð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=