Náttúrulega 1

126 Náttúrulega 1 │ 5. kafli MÓLENDI Mólendi er þurrt gróðurlendi sem er oftast með mikið af þúfum sem eru ójöfnur í jarðveginum. Mólendi ein­ kennist einnig af lyngi, runnum og fléttum. Fléttur eru sambýli svepps og þörungs eða bakteríu. Þar er líka hægt að finna holtasóley, víði og þursaskegg. Holta­ sóley er þjóðarblóm Íslendinga og á blóminu eru lauf­ blöð sem rjúpan étur. Til eru nokkrar tegundir af móum sem skilgreindir eru út frá þeim tegundum sem eru ríkjandi í móanum. Mólendi er mjög algengt gróður­ lendi á Íslandi. Gróðureyðing getur orðið af ýmsum ástæðum. Stund- um kviknar í þurru grasi, það kallast sinubruni. Sinu­ bruni getur auðveldlega farið úr böndunum og breiðst út, sérstaklega ef það eru miklir þurrkar. Gróðureyðing getur líka orðið vegna ágengni búfjár og óhóflegs skógarhöggs. Við gróðureyðingu getur myndast sár í gróin svæði og þá getur vindurinn skemmt svæðið meira. Vindurinn nær að kroppa í sárin, rífa upp mold og sand. Þessi sár í jarðvegi kallast jarðvegsrof . Lyfjagras. Holtasóley.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=