Náttúrulega 1
126 Náttúrulega 1 │ 5. kafli MÓLENDI Mólendi er þurrt gróðurlendi sem er oftast með mikið af þúfum sem eru ójöfnur í jarðveginum. Mólendi ein kennist einnig af lyngi, runnum og fléttum. Fléttur eru sambýli svepps og þörungs eða bakteríu. Þar er líka hægt að finna holtasóley, víði og þursaskegg. Holta sóley er þjóðarblóm Íslendinga og á blóminu eru lauf blöð sem rjúpan étur. Til eru nokkrar tegundir af móum sem skilgreindir eru út frá þeim tegundum sem eru ríkjandi í móanum. Mólendi er mjög algengt gróður lendi á Íslandi. Gróðureyðing getur orðið af ýmsum ástæðum. Stund- um kviknar í þurru grasi, það kallast sinubruni. Sinu bruni getur auðveldlega farið úr böndunum og breiðst út, sérstaklega ef það eru miklir þurrkar. Gróðureyðing getur líka orðið vegna ágengni búfjár og óhóflegs skógarhöggs. Við gróðureyðingu getur myndast sár í gróin svæði og þá getur vindurinn skemmt svæðið meira. Vindurinn nær að kroppa í sárin, rífa upp mold og sand. Þessi sár í jarðvegi kallast jarðvegsrof . Lyfjagras. Holtasóley.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=