Náttúrulega 1

125 Náttúrulega 1 │ 5. kafli GRÓÐURLENDI Gróðurlendi er heiti á landsvæðum sem hafa líkan gróður og dýralíf óháð staðsetningu. Gróðurlendi geta verið mjög ólík og ekki allar gerðir gróðurlendis finn­ ast á Íslandi. Það á meðal annars við um eyðimerkur og regnskóga. Kjöraðstæður lífvera kallast kjörlendi . Hita­ stig, jarðvegur, vatnsmagn í jarðvegi og veðurskilyrði skipta mestu máli fyrir kjörlendi lífvera. JARÐVEGSEYÐING Jarðvegsrof verður þegar vindur feykir jarðvegi í burtu og þá getur reynst erfitt að græða upp landið á nýjan leik. Með vistheimt er reynt að bæta landgæði og auka líf­ fræðilegan fjölbreytileika. Markmiðið er að gera vist­ kerfi sem næst því sem þau voru upprunalega. Það er hluti af þeim aðgerðum sem þarf að fara í til að draga úr neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Hluti af vist­ heimt er landgræðsla og skógrækt en þó þarf að hafa í huga hvaða tegundir eru gróðursettar á ákveðnum svæðum. Ræðum saman Þekkir þú einhver gróðurlendi? Vissir þú að finna má ákveðnar tegundir lífvera á svipuðum svæðum um land allt? Hvaða gróðurlendi eru í þínu nærumhverfi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=