Náttúrulega 1

123 Náttúrulega 1 │ 4. kafli SAMANTEKT • Lofthjúpurinn skiptist í nokkur hvolf sem hafa mismunandi eiginleika. Þau eru: veðrahvolf, heiðhvolf, miðhvolf, hitahvolf og úthvolf. • Það svæði sem líf getur þróast á kallast lífhvolf. • Ósonlagið er þunnt lag af ósoni sem verndar lífríki jarðar. • Loftslag er hefðbundið veður á ákveðnu svæði yfir langan tíma. • Gróðurhúsalofttegundir hleypa sólargeislum í gegnum sig og halda svo hitanum á jörðinni í einhvern tíma. Lofthjúpur og hvolf • Veður ákvarðast út frá úrkomu, vindátt, vindhraða, loftþýstingi, lofthita og skýjafari. • Úrkoma er vatn sem hefur gufað upp og safnast í skýjunum. • Vindur verður til þegar loftþrýstingur er meiri á öðrum stað og flyst yfir á stað þar sem er minni loftþrýstingur. • Loftþrýstingur segir okkur hversu mikið loft er í kringum okkur. • Ský myndast vegna þess að vatn gufar upp. Að lesa í veður og veðrið heima • Kaldir straumar koma með kaldan sjó frá norðvestan­ verðu Atlantshafi. • Heitir straumar koma með hlýjan sjó frá sunnanverðu Atlantshafi. • Kaldir loftstraumar koma úr norðri og vestri. • Heitir loftstaumar koma úr suðri og suðaustri. • Allir hlutir eru búnir til úr litlum ögnum sem eru stöðugt á hreyfingu. • Efni geta verið á mismunandi formi, fast efni, fljótandi efni og lofttegund. • Þegar efni breytir um form kallast það hamskipti. • Varmi getur flust með varmaleiðni, varmageislun og varmaburði. Hafstraumar og loftstaumar Hitastig og mælingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=