Náttúrulega 1
122 Náttúrulega 1 │ 4. kafli VARMI EÐA HITI, HVER ER MUNURINN? Þegar frumeindirnar í kringum okkur hreyfast hratt rekast þær hver á aðra. Orkan sem myndast þegar agnirnar rekast saman kallast varmi . Kaldir hlutir hafa lítinn varma en heitir hlutir hafa meiri varma. Þess vegna halda sumir að varmi og hiti sé það sama. Hitinn er hins vegar hversu heitt eitthvað er og er mælt í hita stigum, til dæmis Celsíus. Hægt er að mæla hitastigið á vatninu í baðkari. Hægt er að taka aðeins af baðvatninu í lítið glas og mæla hitastigið. Líklega er niðurstaðan sú að vatnið í glasinu og vatnið í baðkarinu er jafnheitt og því hitastigið það sama. En af því að það er miklu meira vatn í baðkarinu er varminn meiri þar. Allt efni er gert úr örsmáum einingum sem kallast frumeindir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=