Náttúrulega 1

119 Náttúrulega 1 │ 4. kafli Allt efni í kringum okkur, hvort sem það er bókin, gólfið, húsið eða loftið, er búið til úr eindum. Þessar pínulitlu, nær ósýnilegu eindir eru oftast kallaðar frumeindir. Vatn frýs þegar það verður kalt og járn verður rauðgló­ andi þegar það hitnar. En hvað eru hiti og kuldi? Gerð efnis breytist ekki þegar hitastigið breytist heldur hreyfast eindir sem efnið er úr hraðar þegar efni hitna og hægar þegar efni kólna. Þegar efni hitna og eind­ irnar hreyfast hraðar þá tekur efnið meira pláss. Þetta kallast hitaþensla . Ef eitthvað efni er kælt þá harðnar það af því að eind­ irnar sem efnið er gert úr hreyfast hægar. Þegar efnið hitnar fara eindirnar að hreyfast hraðar og hraðar og efnið verður þá mýkra. Þegar efni verður orðið mjög heitt hreyfast eindirnar mjög hratt og það dreifist úr þeim. Þá verður efnið loftkennt og við finnum lítið fyrir því þegar við snertum gufu nema hitanum í loftkenndu efninu. Í hraðsuðukatli eru leiðslur úr efni sem leiða hita vel. Þegar leiðslurnar hitna hitnar vatnið. Í katlinum er líka hitamælir sem slekkur á katl­ inum þegar vatnið nær 100 °C. En þá er vatnið komið að suðumarki og fer að breytast í gufu. Það gæti verið áhugavert að prófa hvað gerist ef hitaketill er í gangi með opið lok. HRAÐSUÐUKETILL TILRAUN PRÓFAÐU! Efni þjappast saman og tekur minna pláss þegar það er kalt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=