Náttúrulega 1
118 Náttúrulega 1 │ 4. kafli Þegar efni hitnar enn meira og fer úr fljótandi formi í loftkennt efni er talað um uppgufun . Hitastig efnis þegar uppgufun á sér stað er kallað suðumark efnis. Suðumark vatns er 100 °C. Margir hafa heyrt talað um að eitthvað hafi gufað upp, það er vegna þess að þegar uppgufun á sér stað þá fer hlutur úr því að vera í fljótandi formi sem við sjáum auðveldlega yfir í loftkennt efni sem blandast loftinu í kring svo efnið sést ekki lengur. Þó við sjáum það ekki lengur með berum augum er það samt enn til staðar. Bara í öðru formi. Þegar lofttegund kólnar og breytist í fljótandi efni kallast það þétting . Dæmi um þetta er þegar móða hefur myndast á speglum eða rúðum og lekur svo af í dropum. Efni Bræðslumark vatn smjör súkkulaði smjörlíki gull járn 0 °C 35 °C 37 °C 46 °C 1064 °C 1538 °C Lægsti mögulegi kuldi í heimi er við –273 °C og kallast Alkul. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að finna lægra hitastig er að eindirnar sem eru í öllu efni hætta að hreyfast við –273 °C. Eindirnar geta ekki hægt meira á sér þegar þær hafa stöðv ast. Alkul
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=