Náttúrulega 1
10 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Frumuskipting: Fruma skiptir sér og myndar tvær frumur. Eggfruma. Sáðfruma. Taugafruma. Beinfruma. Vöðvafruma. Mannslíkaminn er settur saman af fjölbreyttum frumum sem mynda líffæri, vefi og líffærakerfi líkamans. Í húð- inni eru húðfrumur, í vöðvum eru vöðvafrumur og svo framvegis. Í grunninn eru frumurnar svipaðar en hafa ólík hlutverk og bygging þeirra er eftir því. Frumur endurnýja sig reglulega og gera það oftast með aðferð sem kallast frumuskipting . Þá býr fruman til nýja frumu með því að tvöfalda allt inni í sér og skiptir sér svo í tvær. Þá er nýja fruman alveg eins og móðurfruman. Frumur skipta sér mishratt eftir gerð. Taugafrumur endurnýja sig mjög hægt. Þess vegna er mænuskaði oft varanlegur þar sem líkaminn nær ekki að laga skemmdina. Húðin er hins vegar stöðugt að búa til nýjar frumur og því gróa sár á nokkrum dögum eða vikum ef þau fá að vera í friði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=