Náttúrulega 1

117 Náttúrulega 1 │ 4. kafli CELSÍUS Flestir hér á landi tala um hitastig í gráðum á Celsíus og er það táknað °C. Venjulegur líkamshiti fólks er oft­ ast um 37 °C. Celsíus gráðurnar miðast við frostmark vatns (0 °C) og suðumark vatns (100 °C). Það þýðir að við 0 °C frýs vatn, verður að klaka og er í föstu formi. Við 100 °C sýður vatn og verður að vatnsgufu sem er þá orðin að loftkenndu efni. Til þess að mæla hitastig eru notaðir hitamælar . Til eru nokkrar tegundir af hita­ mælum sem eru misnákvæmir og henta fyrir mismun­ andi aðstæður. Allt efni í heiminum er í einhverju formi og getur breytt um form eftir hitastigi. Þegar efni breytir um form segjum við að það breyti um ham (form) og það kall­ ast hamskipti . Hægt er að sjá þessa breytingu í umhverfinu til dæmis á köldum morgnum þegar pollar eru orðnir að klaka eða gangstéttirnar hálar, þá er talað um að það sé hálka úti. Ástæðan er að hitastigið úti hefur farið niður að eða undir frostmark 0 °C. Þegar þetta gerist er talað um storknun en margir þekkja það orð og tengja við málningu eða eitthvað annað sem harðnar. Þegar efni hitnar og fer úr föstu efni í fljótandi efni er talað um bráðnun . Hita­ stig efnis þegar bráðnun á sér stað er kallað bræðslu­ mark efnis. Bræðslumark vatns er 0 °C. Oftast þarf mikinn hita til að bræða málma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=