Náttúrulega 1

116 Náttúrulega 1 │ 4. kafli HITASTIG OG MÆLINGAR Vatn er alls staðar í kringum okkur og það getur breyst eftir hitastigi. Vatn er fljótandi og það getur sullast út um allt. Mjög kalt vatn verður hins vegar að hörðum klaka. Ef vatn hitnar nógu mikið verður það að gufu, sem sumir nota í gufubað. Þessi þrjú mismunandi form á sama efninu köllum við fast efni , fljótandi efni og loftkennt efni . Læra má ýmislegt með því að rannsaka vatn. Til dæmis gæti verið spennandi að skoða rúmmál vatns við stofu­ hita, frysta það síðan og athuga hvort rúmmálið breytist. Ræðum saman Getur allt efni bráðnað? Hvernig vitum við hvort eitthvað sé heitt eða kalt? Af hverju helst hiti inni í húsum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=