Náttúrulega 1

115 Náttúrulega 1 │ 4. kafli Fellibyljir, hvirfilbyljir og ofsavindar geta valdið miklu tjóni. Ástæðan fyrir því að það þarf að taka trampólín niður á haustin er að ef þau fjúka geta þau skemmt það sem verður fyrir þeim. Þá skemmist trampólínið í leiðinni. Fellibyljir eru risavaxnar, djúpar lægðir sem verða til yfir hlýjum sjó. Þegar þeir ganga á land geta þeir valdið miklu tjóni. Vindurinn getur rifið í sundur hús, tré upp með rótum og rusl fýkur um allt og veldur frekara tjóni. Vont veður á Íslandi er stundum leifar af fellibyljum sem hafa gengið yfir Bandaríkin. Fellibyljir eru algeng­ astir í hitabeltisloftslagi. Hvirfilbyljir eða skýstrókar er loft sem snýst mjög hratt í hring. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir skammlífir en vind­ hraði getur verið meiri. Þeir ferðast auðveld­ lega rúmlega hundrað kílómetra á einni til tveimur klukkustundum. Vindhraði getur því farið yfir 100 m/s.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=