Náttúrulega 1

114 Náttúrulega 1 │ 4. kafli OFSAVEÐUR Veðurfræðingar eru orðnir nokkuð færir í að mæla og spá fyrir um veður. Það þýðir þó ekki að þeir hafi stjórn á veðrinu eða ráði alltaf við veðrið. Stundum rignir svo mikið að holræsin hafa ekki undan. Ár geta flætt yfir bakka sína og valdið flóðum og vatnstjóni. Líkt og of mikið vatn getur valdið vandræðum getur of lítið vatn einnig valdið vanda. Þurrkar eru vandi víða um heim þar sem vikur og mánuðir líða án þess að það rigni. Jarðvegur þornar og það veldur því að plöntur visna og erfiðara getur orðið fyrir fólk að afla sér matar. Þurrkar auka líka líkur á gróðureldum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=